HTML

HTML er staðall sem vefsíður fylgja til að skilgreina efni sem á að birta. Þetta er í rauninni safn af töggum eða tags sem maður vefur utan um efni síðunnar.

Segjum til dæmis að ég vilji birta h2 (sem þýðir heading 2 -> sem er mæst stærsta gerðin af heading), þá er hægt að nota h2 tag-ið.

<h2>Hér höfum við h2 tag sem inniheldur texta</h2>

Svona gæti það litið út á vefsíðu:

Hér höfum við h2 tag sem inniheldur texta


Hér eru dæmi um fleiri tögg:

<h1>Stærstur</h1>
<h2>Næst stærstur</h2>
<h3>Þriðji stærsti</h3>
...

<p>Hér höfum við "paragraph" tag</p>

img tag-ið er nýtt fyrir myndir
<img src="some-image.png" />

div tag-ið er nýtt til að hópa saman önnur tags
<div>
  <h2>Titill</h2>
  <img src="some-image.png" />
  <p>Einhver lýsing</p>
</div>

Svo er eiginlega ekki hægt að minnast á HTML án þess að nefna CSS.

CSS er eitthvað sem velur tags í HTML-inu og stýlar þau til eftir reglum sem við skilgreinum, ég get til dæmis skrifað að öll p tags ættu að vera rauð og það myndi gera textann rauðann sem er inn í p tag.

Hér er dæmi um inline CSS

<p style="color: red">Þessi texti er rauður</p>

Þessi texti er rauður

Hér er CSS-ið enn skilgreint í sömu skrá en það er inn í style tag-i

<style>
  p {
    color: red;
  }
</style>

<p>Þessi texti er rauður</p>

Þessi texti er rauður

Svo er einnig hægt að vera með sér CSS skrá/r í stað þess að hafa þetta í HTML skránni.


Hvert tag hefur í rauninni sinn "tilgang", við gætum alveg notað p tag-ið fyrir allan texta og stækkað hann með CSS svo hann líti út eins og heading tag. Enn þá er uppbygging síðunnar villandi fyrir t.d. skjálesara því það er ekki hægt að sjá út frá HTML-inu hvaða texti er heading.


En þetta er allavegana nóg frá mér í bili varðandi HTML, þetta er "eldgamall" staðall sem margir sniðugri en ég hafa skrifað um þannig að ég skil eftir nokkra "resource-a" hér fyrir neðan.

https://www.w3schools.com/html/default.asp

https://developer.mozilla.org/en-US/docs/Learn/HTML/Introduction_to_HTML