Hvað er keppnisforritun?

Keppnisforritun er íþrótt þar sem forritarar keppast við að leysa forritunarverkefni á sem skemmstum tíma.


Dæmi um vefsíður með forritunarkeppnum og verkefnum til að leysa:



Forritunarverkefni hafa:

  • Lýsingu á vandamáli
  • Dæmi um inntak (Example input)
  • Dæmi um úttak (Example output)

Lausn á forritunarverkefni er þá yfirleitt kóði fyrir skipanalínuforrit sem tekur inn tiltekið inntak og skilar frá sér úttaki í samræmi við það.


Oft er hægt að skilja forritunarverkefni eingöngu með því að skoða dæmin um inntak og úttak. Þetta er gott að hafa í huga til að bæði stytta tímann sem tekur að átta sig á hvað tiltekið forritunarverkefni snýst um en líka sem aðferð til að komast nær lausninni þar sem þú sérð hvað forritið á að gera í tilteknum aðstæðum.


Það að leysa forritunarverkefni er ekki eingöngu eitthvað í tengslum við keppnir heldur er þetta líka nýtt í skólum og starfsviðtölum til að meta forritunarkunnáttu.


Þegar verið er að skoða lausn þá þarf að meta hvort hún

  • leysir vandann (kannski leysir hún ekki vandann í öllum tilvikum)
  • sé skilvirk (hraði, minnisnotkun og svo framvegis)

Svo ef lausnin var skrifuð fyrir forritunarkeppni þá er yfirleitt ekkert pælt í því hvort kóðinn sé læsilegur því keppnir snúast fyrst og fremst um að komast að lausn eins fljótt og hægt er. Hinsvegar í öllum öðrum atvikum þá er lagt mikla áherslu á að kóðinn sé skýr til að bæði þú eða aðrir forritarar í framtíðinni geti lesið sig í gegnum hann og skilið flæðið.




Frekari upplýsingar um keppnisforritun má finna á keppnisforritun.is