JavaScript

JavaScript er forritunarmál vefsins að því leyti að flest allar síður nýta það forritunarmál til að útfæra virkni. HTML og CSS er það sem nýtist til að raða upp síðu og stýla hana til en svo er JavaScript þar sem öll lógíkin er skilgreind.


Sumir halda því fram að HTML og CSS séu ekki forritunarmál og mér líður eins og það sé alveg eithvað til í því en það sem skiptir mestu máli er hve ólíkt það er að skrifa JavaScript frá því að skrifa HTML og CSS.


Þegar við skrifum HTML og CSS þá erum við pínu í svona "Artist mode" þar sem við skrifum texta, setjum inn myndir, stækkum eitt og minnkum annað ásamt því að raða upp hlutum, breyta litum og svo framvegis. Svo þegar það kemur að JavaScript þá dettum við frekar í svona "Logic mode" þar sem við erum að útfæra tiltekna virkni eins og t.d. ef einhver smellir á takka þá á að skrá notandann inn en til þess þarf að senda beiðni á eitthvað bakendakerfi og mögulega mun það bakendakerfi neita beiðninni og þá er gott að láta notandann vita af því og svo framvegis. Þetta á sérstaklega við þegar erum að skrifa JavaScript kóða fyrir bakendakerfi því vissulega getur JavaScript keyrt í vafranum en einnig gæti JavaScript keyrt á einhverjum server (bakenda) og jafnvel má færa rök fyrir því að það sé betra að hafa sama forritunarmálið á sem flestum stöðum upp á samræmi, þekkingu og samnýtingu.


Til dæmis Ísland.is er með þá hugsun að allt skuli vera skrifað með TypeScript (sem er viðbót ofan á JavaScript sem leyfir okkur að skilgreina týpur og fá töluvert betra developer experience)



Hér er myndband sem fer yfir allskonar atriði í tengslum við JavaScript á bara 5 mínútum



Hér er meira um TypeScript: