Lærðu með því að búa eitthvað til!

Það er til eitthvað sem kallast "Tutorial Hell" og það er ansi algengt að lenda í slíkum vítahring. Tutorial hell þýðir að þú eyðir öllum tímanum þínum í að horfa á eitthvað eða lesa um eitthvað en nýtir ekki upplýsingarnar til að gera eitthvað á eigin vegum.

Besta leiðin til að læra eitthvað er með því að búa eitthvað til! Þá bæði eykur það áhuga þinn til að læra af því það mun nýtast í það sem þú vilt búa til og einnig eykur það innsæi þitt gagnvart því sem þú lærir því núna sérðu notagildið betur. Það er fínt að skoða tutorials á netinu til að sjá hvernig er hægt að gera eitthvað en það er síðan undir þér komið hvernig þú endanlega vilt nota það sem þú lærir til að búa eitthvað til. Þú þarft nefnilega ekki að læra allt til að loksins geta búið til eitthvað því þú getur byrjað smátt og lært það sem þú þarft að vita af til að geta búið til eitthvað aðeins stærra í hvert skipti.