Tölvuleikjaforritun

Í þessu námskeiði verður fjallað um GDScript forritunarmálið og því beitt ásamt Godot leikjavélinni til að skapa einfalda tölvuleiki.


Námskeiðið er að fullu í fjarnámi og getur hver og einn farið í gegnum það á sínum hraða.


Það verða myndbönd á íslensku og annað hjálparefni hér á kennsluvef námskeiðs. Einnig mun fólk hafa aðgang að umræðuvefnum Discord þar sem það getur sent inn spurningar og fengið aðstoð frá leiðbeinanda og samnemendum.