Python

Python er forritunarmálið sem flestir læra fyrst. Það leyfir manni að hefjast handa án þess að pæla of mikið í hlutunum.

Kannski er skýrasta dæmið ef maður vill hreinlega birta smá texta í Terminal glugga.

Hér er Python kóði sem birtir "Hello World"

print("Hello World")

Hér er svo C++ kóði sem birtir "Hello World"

#include <iostream>

int main() {
    std::cout << "Hello World" << std:endl;
    return 0;
}

Mér persónulega finnst Python kóðinn aðeins "Skýrari", veit ekki með þig. Mögulega er það ástæðan fyrir því að Python er svona vinsælt forritunarmál. Því það er mjög intuitive og þess vegna talið henta vel sem fyrsta forritunarmálið sem fólk kynnist.


Mögulega er hægt að keyra Python kóða á tölvunni þinni.


  • Prófaðu að opna Terminal (Mac/Linux) eða Command Prompt (Windows) og slá inn python --version og smella á Enter

  • Ef þú sérð að þú ert með útgáfu 2.x eða hreinlega sérð bara einhver villuskilaboð:

    • Prófaðu að slá inn python3 --version og smella á Enter

Ef þú sérð að þú ert með útgáfu 3.x (eða nýrra) þá ertu good to go, ef ekki þá þarf að niðurhala: https://www.python.org/

Þegar maður nær í Python keyrsluumhverfi þá fylgir oft með ritill sem kallast IDLE. Sá ritill er alveg fínn en ég persónulega nota Visual Studio Code.

Ég nota Python extension-ið fyrir VSCode til að geta fengið autocorrect og fleiri fídusa.

Hér sést dæmi um autocorrect (oft kallað Intellisense).

Ég er með breytu name sem er texti (oft kallað strengur) og get séð hvaða aðgerðir eru í boði (eins og t.d. capitalize)