Python forritun

Í þessu námskeiði verður unnið að því að skapa einföld textaviðmótsforrit með Python forritunarmálinu.


Þetta námskeið hentar vel sem undirbúningur fyrir nemendur á leið í tölvunarfræði og líka fyrir alla aðra sem hafa áhuga á að læra grunnatriði forritunar.


Námskeiðið er að fullu í fjarnámi og getur hver og einn farið í gegnum það á sínum hraða.


Það verða myndbönd á íslensku, glærur, verkefni og annað hjálparefni á kennsluvef námskeiðs. Einnig mun fólk hafa aðgang að umræðuvefnum Discord þar sem það getur sent inn spurningar og fengið aðstoð frá leiðbeinanda og samnemendum. Allar verkefnalausnir eru í formi myndbanda og einnig verður allur kóði námskeiðsins aðgengilegur.