Hakkaþon

  • Láttu hugmyndina þína verða að veruleika á fjórum vikum

  • Vertu hluti af hvetjandi samfélagi þar sem þið deilið reynslu og náið markmiðum ykkar saman



Þetta hakkaþon fer fram alfarið á netinu og er allt sem þú vinnur að í þinni eigu.

Bæði einstaklingar og hópar eru hvattir til að taka þátt.



Hefst 1. febrúar 2025


Skráning




Skipulag

Náðu árangri gagnvart þinni hugmynd þegar þér hentar.

Venjulega er hakkaþon t.d. yfir eina helgi en hér nýtum við kvöld, helgar og frítímann í febrúar til góðs.



Vika 1 - Hugmyndin

Hver er þín hugmynd?



Fyrsta vikan fer alfarið í það að rannsaka hugmyndir og finna hvað þú vilt nýta næstu vikur í.

Fyrir þau sem eru nú þegar komin með hugmynd þá er um að gera að hefjast handa.



Vika 2 - "Hálfkláruð" prótótýpa

Ímyndaðu þér að þú fáir bara eina viku til vinna að því að hugmyndin þín verði að veruleika.


  • Taktu styttri leiðir

  • Slepptu því sem skiptir minna máli

  • Leggðu áherslu á aðalatriðin


Pælingin er þá að vera með eitthvað (þótt það sé hálfklárað) til að sýna í lok vikunnar.



Vika 3 - "Heildræn" prótótýpa

Nú ertu með eitthvað til að sýna öðrum og skaltu næst byggja ofan á þann grunn og fínpússa (klára það sem var hálfklárað).

Í lok þessarar viku ætti verkefnið að vera á þeim stað að þú getur fengið nána vini og ættingja til að prófa.



Vika 4 - Version 1

Lokavikan nýtist í að fullklára verkefnið. Það þýðir að fá fólk í kringum þig til að prófa og veita endurgjöf.

Það er oft talað um að seinustu 10 til 20 prósentin taka lang mesta tímann þannig ekki vanmeta tímann sem fer í að laga smáatriðin sem samt skipta máli.

Í lok þessarar viku verður verkefnið ykkar birt á forritari.is fyrir almenning, auglýst víða og þið munuð einnig hljóta viðurkenningarskjal þar sem tekið er fram einkunn og frammistaða á þessu 4. vikna ferli.